Vala Sigþrúðar Jónsdóttir

SKJÁR

2020

Skautunarsía og lerki

UM VERK SITT SEGIR LISTAMAÐURINN:
Í vetur þegar ég var niðursokkin við að taka í sundur gamla LCD skjái komst ég að því að slímuga efnið, sem hélt saman glerinu í skjánum væru fljótandi kristallar, sama efni og uppistaðan í slóðinni sem sniglar skilja eftir sig.

Ég fékk alveg á heilann að ég þyrfti að finna leið til að safna fljótandi kristöllum sniglanna á sundurteknu skjána og eftir samtöl við líffræðinga um ferðir og forvitni snigla og mikið grúsk um ferðir lyngbobba um Reykjavík var tilraun til þessa samruna sett upp fyrir sýninguna í maímánuði, skömmu fyrir sýningaropnun.

Nú eru sundurteknu tölvuskjáirnir búnir að standa í um viku á mótum Vesturlandsvegar og Úlfarsá, og viti menn, lyngbobbar grafarholtsins eru vaknaðir úr vetrardvalanum og lagðir upp í ferðalög.

Býr í Reykjavík
valavala.hotglue.me
Ferilskrá