Rebecca Erin Moran

EVERY BODY HOLDS A BEAT

2020

Steypa, náttúrulegt litarefni, tónlist

Með verkinu Every Body Holds A Beat er boðið til afhjúpunar, nærveru í gegnum sómatískar hreyfingar í tíma, athöfn óendanlegra forma. Þrjú dansgólf, þrír DJ-ar, margir líkamar.

FRZNTE; Forget the world. Take this break. And dance!
STAÐSETNING
 

FRZNTE er plötusnúður/DJ og súludanslistamaður frá Berlín. Tónlist hennar fellur bæði undir að vera rusl og glamúr. Stundum tekur hún töfra-súluna sína með sér í ferðalag og þeytir upp heillandi sjónhverfingum með reyk með hægfara snúningi sínum á háum hælum, í dáleiðandi FRZNTE LIVE SHOW sýningum sínum. Vertu ekki feimin/n! Hristu rassinn! Svo lengi sem þú dansar, þá erum við ekki dauð úr öllum æðum!

 

CHOOC LY; Rave Intergalactique
STAÐSETNING
 

Chooc Ly Tan er afrísk-víetnamskur-kambódískur listamaður, DJ og myndlistarkennari; hún vinnur með kvikar myndir, dj-sett, útvarps-hlaðvarp og klúbbakvöld. Í vinnuferli sínu sem listamaður leitast Chooc Ly við að finna kerfi eða verkfæri sem leiði til skilnings á heiminum, svo sem þau er finna má í rökfræði eða eðlisfræði, en til að finna þeim nýjan tilgang þar sem þau gefa til kynna nýjar víddir veruleikans. 


 

JESSIKA KHAZRIK; Intention Elevation
STAÐSETNING
 

Jessika Khazrik er listamaður, tæknifræðingur, rithöfundur og plötusnúður/DJ. Skapandi starfssvið hennar spannar svið tónsmíða, véla-náms, gjörninga, myndlistar, eiturefnavistfræði og vísindasögu. Í hljóðrænni vinnu sinni, sem sprettur gjarnan úr hljóðbreyttu samspili við síendurtekin gervitauganet, sem meðhöndluð eru með hörðum, arabískum takti og öflugri teknótónlist, notar Jessika Khazrik gjarnan svæði þar sem fólk kemur saman, s.s. klúbba, urðunarstaði, söfn, heimili sitt, grjótnámur og internetið – til þess að leita nýrra, staðbundninna heimsmynda/heimsafstöðu, sem geta í sameiningu verið viðbragð við dystópíum vorra tíma.
 

Rebecca Erin Moran býr í Reykjavík & Berlín, Þýskalandi
rebeccaerinmoran.com
Ferilskrá