Klængur Gunnarsson
HRINGTORG
2020
Hljóðupptaka, hátalari, tölva, hreyfiskynjari, ruslafata
UM VERK SITT SEGIR LISTAMAÐURINN:
Hljóðverkið Hringtorg er tilraun til þess að túlka daglegar skrásetningar sem fram fóru í Grafarvoginum í byrjun febrúar 2020. Í upplestri á texta velti ég fyrir mér hversdagslegum athöfnum, nánd við náttúru, hvernig við sköpum heimkynni og mikilvægi þess að staldra við á stöðum sem við kannski afskrifum eða veitum ekki athygli.
Hátalari er staðsettur í ruslafötu við hjólastíg og er tengdur við hreyfiskynjara. Upplestur hefst þegar skynjarinn nemur hreyfingu. Með því að velja þessa staðsetningu fyrir verkið vill ég leggja áherslu á það sem textinn fjallar að vissu leyti um - að staldra við í nánasta nærumhverfi og upplifa staði sem oft er litið framhjá án athugunar.
Þakkir til Davíðs Sigurðarsonar, Terra og leikskólans Sunnufoldar.
Býr í Gautaborg, Svíþjóð
klaengur.org
Ferilskrá