Hulda Rós Guðnadóttir

#112grafarvogur

2020

Instagram, ljósmyndir

Hulda Rós setti sér í byrjun könnunarferlis við sýningaverkefnið að skapa og fylgja eftir sínu eigin kerfi eða leikreglum; að ganga eftir hjóla- og göngustígum hverfisins, staðsetja sig á ákveðnum stöðum á 10 mínútna millibili og taka ljósmyndir á þeim stað til hægri og til vinstri, og kortleggja þannig upplifun sína af hverfinu.
 
Verk Huldu Rósar Guðnadóttur í sýningunni YFIR GULLINBRÚ á sér stað á netinu, á Instagram-reikningi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, yfir sýningartímann:; 30. maí – 20. september 2020.

Ljósmynda-tvennur Huldu Rósar verða uppfærðar reglulega á Instagram á tæpu fjögurra mánaða löngu sýningartímabilinu . Samfélagsmiðillinn Instagram, sem dregur heiti sitt af augnablikinu; instant, er í verkefni Huldu samræðuaðili ljósmyndavélarinnar, sem festir augnablik í mynd.

Býr í Berlín, Þýskalandi
huldarosgudnadottir.is
Ferilskrá