Sigrún Gyða Sveinsdóttir

DRAUMUR KÓÐANS
a) 64.155750, -21.866930
b) 64.145165 -21.881097
c) 64.141764, -21.870164

2021

Plast, QR kóði.

MARGAR STAÐSETNINGAR
a) Við Skarfagarða, nálægt Skarfakletti og Viðeyjarferjunni.
b) Fyrir utan World Class í Laugum.
c) Í Grasagarðinum í Reykjavík.

Skannið QR kóðana til að hlusta á hljóðverkið.

Í verkunum renna saman tónlist og myndlist, náttúra og manngerð kerfi. Hver skúlptúr er í raun karakter sem býr í stafrænum skýjum og syngur aríu til umhverfis síns. Í raun snýst óðurinn meira um þeirra eigin innri þrá og löngun, sem undirstrikar einhliða samband mannsins við umhverfi sitt. Skúlptúrarnir þrír standa fyrir hvert sitt manngerða kerfi sem einkennir staðinn sem þeir eru á: Náttúru í Grasagarðinum, hreyfingu og líkamsrækt fyrir utan World Class og samgöngur og sjóflutninga við Skarfaklett. Með verkinu skoðar Sigrún Gyða hvernig inngrip mannsins er okkur nauðsynlegt til náttúrulegrar upplifunar.

Sigrún Gyða Sveinsdóttir (f. 1993) lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017 með viðkomu í kvikmyndagerð og ljósmyndun í FAMU, Prag. Hún lauk svo framhaldsprófi í klassískum söng frá Tónlistarskóla Kópavogs vorið 2019. Í verkum sínum notar Sigrún tónlist, hljóð og myndbandsgjörninga sem verkfæri til samfélagsrannsókna sem taka mið af sammannlegu umhverfi okkar. Sigrún hefur sungið og sýnt bæði innan landsteinanna og utan þeirra en nú stundar hún mastersnám í hljóð og myndbandslist við Sandberg Instituut í Amsterdam. www.sigrungyda.com