Claudia Hausfeld

Ready To Live In

2021

Steypa, járn.

STAÐSETNING
Við Sægarða, á móti bílastæðum við Eimskip.

Skúlptúrinn samanstendur af ólíkum framhliðum húsa sem raðað er upp á handahófskenndan hátt. Húsin eiga sér fyrirmyndir í raunveruleikanum, minna á eldri tíma en gætu á sama tíma verið hvaða hús sem er, nýtt eða gamalt. Byggingar, hús og íverustaðir tengja fólk og miðla frásögnum yfir lengri tíma, oft þvert á kynslóðir. Á leikandi hátt dregur verkið umfang og víddir umhverfis okkar fram og brúar bilið milli þess sem hefur orðið og þess sem á eftir að gerast, gæti gerst. Þannig verður verkið, og staðsetning þess, að uppsprettu nýrrar frásagnar.

Claudia Hausfeld (f. 1980, Berlín) fæst að mestu við ljósmyndun, bæði sem efnafræðilegt og vélrænt ferli en líka sem leið til að endurraða veruleikanum, minnka, teygja og færa í nýtt form. Verk hennar dansa á línunni milli hins ímyndaða og raunverulega og skoða muninn á því sem við sjáum og því sem við búumst við að sjá. Claudia lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Zurich og hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. www.claudiahausfeld.com