Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson

a) Fæðing
b) Leikur
c) Dauði

2021

MARGAR STAÐSETNINGAR

a) Á gamla Blómavalsreitnum, við Sigtún 38-40.
b) Fyrir aftan Vinagarð, leikskóla KFUM & KFUK, aðgengi frá Holtavegi.
c) Nálægt Hundagerði. Á túninu milli Húsdýragarðsins/Engjavegar og Suðurlandsbrautar.

Garðarnir eru einskonar blanda af sandkassa, garðabeði og spilaborði. Í þeim eru bæði plöntur og plastleikföng sem saman mynda smækkaðan, tilbúinn heim. Þeir byggja á barnslegri forvitni og vísa í ýmsar áttir allar í senn: epíska frásagnarhefð, lífið í öllum sínum hversdagsleika, eiginleika mannsins til að bæta og fegra og um leið eigingjarna afstöðu okkar gagnvart umhverfinu.

Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson (f. 1989) er myndlistar- og tónlistarmaður sem notast við ýmsa miðla til að skapa innsetningar sem einkennast af leikgleði og ljóðrænu. Skáldlegir eiginleikar ýmissa hluta eru skoðaðir og settir saman í einhvers konar mengi eða leik sem úr geta orðið til óvæntar frásagnir eða víddir sem kasta ljósi á hinar ýmsu tilraunir manneskjunnar til að skilja og hafa stjórn á veruleika sínum og annarra, bæði innri og ytri.