Hanan Benammar
ANTIPHONY
2020
Verk Hanan Benammar á sýningunni YFIR GULLINBRÚ er verk í langtímavinnslu sem endurnýjar sig stöðugt sem vettvangur samræðna ókunnugra um sex mikilvæg málefni.
Verkið á sér stað í samræðuformi; símanúmerið (+354) 555 0004 er prentað á kort sem dreift er víða um Reykjavíkurborg og gefst þeim er fá þau í hendur kostur á að hringja í númerið og ræða við ókunnuga útfrá sex orðum/hugtökum; tómleiki, óreiða, þögn, ofbeldi, mörk, efi en eitt þessara orða er prentað á hina hlið hvers korts.
Svarandinn, hinumegin á línunni, er ónafngreindur og verkið gefur því tækifæri til opinskárra samræðna ókunnugra, þar sem mannleg forvitni, löngun og þörf fyrir samsömun og speglun er að verki.
Hanan Benammar er myndlistarkona af alsírsk-frönskum uppruna, búsett í Osló, Noregi.