Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

QRF (Hvaðan komið þjer?) / QRD (Hvert ætlið þjer?)

2020

Sumarblóm (Sólboði)

Verkin eru unnin með sögu Grafarvogs í huga, ekki síst sem urðunar- og greftrunarstaðar, í samhengi við hringrás lífs og efnis.

 
Verkið sem er í tveimur hlutum byggir á alþjóðlegum fjarskiptamerkjum úr hinu svokallaða Qmáli, „QRF“ og „QRD“, stöfuð í Morse-kóða með sumarblómum. Það er staðsett mitt á milli gömlu sorphauganna og nýja kirkjugarðsins í nágrenni við Fjarskiptastöðina í Gufunesi.
 

MEÐ KVEÐJU
(2020)
póstkort
300 númeruð kort

Listamaðurinn sendir og dreifir kortunum.
Ljósmynd á korti: eign Þjóðminjasafns Íslands. Myndina tók Kristján Eldjárn 1968 við færslu beina úr gamla kirkjugarðinum í Gufunesi.

Grafarvogur er kenndur við bæinn Gröf á landnámsjörðinni Gufunes en þar var kirkja frá árinu 1180 til 1886. Við framkvæmdir við Áburðaverksmiðju (vígð 1954) komu upp mannabein sem tilheyrðu gamla kirkjugarðinum og voru síðar flutt í nýjan grafreit sunnar í túninu.
 

Býr í Reykjavík
annajuliaf.com
Ferilskrá