BREIÐHOLTSBÆRINN
Minjar bæjarstæðis Breiðholtsbæjarins
Göngustígur meðfram grænu svæði við Skógarsel 39 og Grjótasel 21
Sýningunni ÚTHVERFI hefur verið valinn staður í Breiðholti sem ásamt Árbæ er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur. Breiðholt dregur nafn sitt af samnefndum bæ sem stóð áður á svipuðum slóðum og Skógarsel stendur nú (norðan við Grjótasel 21). Breiðholtið byggðist hratt upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar en saga svæðisins er merkileg og elstu heimildir ná aftur til ársins 1395 þegar það heyrði undir Viðeyjarklaustur. Við minjar og tóftir Breiðholtsbæjarins sem nú eru hluti af menningarlandslagi hverfisins, mætast gamli og nýi tíminn með beinum hætti.