HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU
 

HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU, fimmta og loka útgáfa Hjólsins, heldur af stað 9. júní 2022 á Listahátíð í Reykjavík. HJÓLIÐ I-V er röð fimm útisýninga á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem hafa verið haldnar víðsvegar um borgina frá sumrinu 2018 í aðdraganda hálfrar aldar afmælis félagsins, þann 17. ágúst 2022. Fyrsta sýningin var á dagskrá Listahátíðar 2018 og nú verður hringnum lokað með þeirri fimmtu.

Að þessu sinni munu útilistaverk eftir átta listamenn af ólíkum toga dúkka upp í elstu hverfum borgarinnar en sýningin mun þræða sig um hverfi 101, 102 og 107 Reykjavík. Listamennirnir varpa nýju ljósi á hversdagslegt umhverfi okkar og opna verk þeirra á margþætta skoðun á bæði svæði og sögu og rýna um leið í flóknari félags- og samfélagslega lagskiptingu borgarlandslagsins. HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er hrífandi tækifæri til þess að upplifa hið kunnuglega á nýjan hátt, kynnast verkum einkar fjölbreytts hóps listafólks og velta fyrir sér tíma og rými borgarinnar, hvenær sem er og á eigin forsendum.

HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er unnin í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið, með veglegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði.



LISTAMENN
Emma Heiðarsdóttir
Finnur Arnar
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
Ragnheiður Gestsdóttir
Sean Patrick O’brien
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Ulrika Sparre
Wiola Ujazdowska



SÝNINGARSTJÓRI
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir


AÐSTOÐ VIÐ SÝNINGARSTJÓRN
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir


TÆKNIMAÐUR UPPSETNINGAR
Sigurbjörn Ingvarsson


GRAFÍSK HÖNNUN OG FORRITUN
Hrefna Sigurðardóttir
Matt Wolff


YFIRLESTUR
Ingunn Snædal


SÉRSTAKAR ÞAKKIR FÁ
Alessia
Andri hjá Steypustöðinni
BM VALLÁ
Bryndís Dísa Björnsdóttir
Daníel Magnússon
Einingamiðstöðin
Ewelina Leszczyńska
Filip Kondracki
Guðrún Erla Sigurðardóttir
Heiðar Pétur Guðjónsson
Helga Thorlacius Finnsdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur
Hilmar Rúnar Ingimarsson, litameistari Slippfélagsins
Ingimar Jóhannsson hjá EFLU
Íbúar og þátttakendur í Þingholtunum
Jón Gabríel Lorange
Maya
Ólöf Bóadóttir
Reynir Þorsteinsson
Sander Alblas
Snorri Páll
Vera Rún Viggósdóttir
VERKSTÆÐIÐ EHF
Þ.Þorgrímsson & Co.