Dagskrá
OPNUN HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU
09.05.22 Kl. 17:00
Norræna húsið
Opnunarviðburður Hjólsins V fer fram fimmtudaginn 9. júní. kl. 17:00 í Norræna húsinu. Örn Alexander Ámundason ávarpar gesti fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík ásamt sýningarstjóra, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur. Í kjölfarið mun Hjálmar Sveinsson, formaður menningar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, opna sýninguna formlega. Boðið verður upp á létta skál og tónlist undir stjórn DJ PSYAKA
GÖNGULEIÐSÖGN Í FYLGD SÝNINGARSTJÓRA - HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU
12.06.22 Kl. 14:00
Hefst við Hörpu
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, sýningarstjóri Hjólsins V, mun leiða göngu um sunnudaginn 12.júní. Verk sýningarinnar dreifast víðsvegar um hverfi 101, 102 & 107 en leiðsögnin hefst við Hörpu kl. 14 og tekur um tvær klukkustundir.
ÚTGÁFU- OG AFMÆLISBOÐ MYNDHÖGGVARAFÉLAGSINS
17.08.22 Kl. 17:00
NÝLENDUGATA 15A
GÖNGULEIÐSÖGN Í FYLGD SÝNINGARSTJÓRA - HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU
11.09.22 Kl. 12:00
Hefst við göngustíg milli Hofsvallagötu 57-59. Endar við Arnarhól.
Síðasta sýningardag Hjólsins V, sunnudaginn 11. september frá kl. 12 leiðir Kristín Dagmar, sýningarstjóri, gesti í göngu um sýninguna í fylgd listamanna. Verk sýningarinnar dreifast víðsvegar um hverfi 101, 102 & 107. Gangan tekur um tvær klukkustundir og fer fram á íslensku. Hefst við göngustíg milli Hofsvallagötu 57 og 59, endar við Arnarhól.