17.05.19 - 25.08.19
109 & 111
Titill sýningarinnar ÚTHVERFI vísar í staðsetningu hennar í Breiðholtshverfi sem er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur. Breiðholtið er fjölmennasta og fjölbreyttasta íbúahverfi borgarinnar. Þar má finna flest einbýlishús í einu hverfi í Reykjavík, þar eru flestar íbúðir í fjölbýli og þar býr líka hæsta hlutfall íbúa af erlendum uppruna. Mismunandi menningarheimar auka á fjölbreytileikann og auðga mannlífið en manngert og náttúrulegt umhverfi hverfisins ásamt sögu þess myndar umgjörð um daglegt líf þeirra sem þar búa. Á sýningunni ÚTHVERFI verður litið til þess hvernig sameiginlegt rými hverfisins samþættir menningarlegar og félagslegar þarfir íbúanna. Listamennirnir á sýningunni líta til sögu Breiðholtshverfisins, skoða mörk hins manngerða og náttúrulega umhverfis auk samstarfs við íbúa hverfisins.
LISTAMENN 2019:
ANSSI PULKKINENN
ARNAR ÁSGEIRSSON
BALDUR GEIR BRAGASON
KATHY CLARK
KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR HJÖRDÍSARDÓTTIR
HALLDÓR ÁSGEIRSSON
HALLSTEINN SIGURÐSSON
ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR
SINDRI LEIFSSON
SÝNINGARSTJÓRAR:
AÐALHEIÐUR VALGEIRSDÓTTIR
OG ALDÍS ARNARDÓTTIR